Írska

Opinbert tungumál Írlands

Írska (Gaeilge), einnig þekkt sem gelíska eða írsk gelíska, er keltneskt tungumál sem er talað á Írlandi, sérstaklega á svokölluðum Gaeltacht-svæðum, sem flest eru á vesturströnd Írlands, sérstaklega í nágrenni Galway. Margir Írar sem hafa áhuga á tungu sinni og menningu reyna að halda henni lifandi, en enn sem komið er hafa tilraunir þessar borið takmarkaðan árangur. Skilti á Írlandi eru bæði á ensku og á írsku. Írska er eitt af 23 opinberum tungumálum Evrópusambandsins.

Írska
Gaeilge
Málsvæði Írland
Heimshluti Írland
Fjöldi málhafa 280.000 sem móðurmál, 1 milljón sem annað mál í Írska lýðveldinu, 65.000 sem annað mál á Norður-Írlandi
Ætt Indóevrópskt
 Keltneskt
  Eyjakeltneskt
   Gelískt
    Írska
Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Fáni Írlands Írland
Fáni ESB Evrópusambandið
Viðurkennt minnihlutamál Fáni Bretlands Bretland (Norður-Írland)
Stýrt af Foras na Gaeilge
Tungumálakóðar
ISO 639-1 ga
ISO 639-2 ga
SIL gle
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.
Opinber gelísk svæði (gaeltacht).

Elsta írskan notaði Ogham-skriftina frá 4. öld fram á 6. öld, en síðan var latneska stafrófið notað. Fornírska var töluð frá 6. öld fram á 10. öld, og miðírska frá 10. öld fram á 12. öld.

Írsk og skosk gelísk áhrif á íslensku

breyta

Margir landnámsmenn á Íslandi komu frá Írlandi, Skotlandi og öðrum hlutum Bretlandseyja. Því er eðlilegt að nokkurra írskra áhrifa gæti í íslensku, en stundum getur verið um skosk gelísk áhrif að ræða. Í færeysku gætir einnig nokkurra írsk- og skosk-gelískra áhrifa.

Dæmi um tökuorð
Dæmi um mannanöfn
Dæmi um örnefni

Tengt efni

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta
   Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.