Fara í innihald

„Berserkjahraun“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q827242
flokkun
Lína 10: Lína 10:


[[flokkur:Snæfellsnes]]
[[flokkur:Snæfellsnes]]
[[Flokkur:Hraun á Íslandi]]

Útgáfa síðunnar 23. apríl 2018 kl. 16:56

Berserkjahraun er hraun í vestanverðri Helgafellssveit á Snæfellsnesi og frægt er úr Heiðarvíga sögu. Berserkjahraun hefur runnið úr gígum norðan Kerlingarskarðs, af hverjum er stærstur Rauðakúla. Úr Rauðukúlu er einnig runnið hraunið Bláfeldarhraun í Staðarsveit, ekki langt frá Lýsuhól. Næst koma svo Grákúla og þá Kothraunskúla. Hraunið rann til sjávar við Bjarnarhöfn og út í Hraunsfjörð. Berserkjahraun er úfið apalhraun með gíghólum og söguminjum, Berserkjagötu og Berserkjadys og er það á náttúruminjaskrá.

Heimildir

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, A-G. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.