Fara í innihald

Mannvirkjagerð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Byggingariðnaður)
Íbúðir í smíðum.

Mannvirkjagerð er gerð bygginga, innviða og iðnaðartækja. Mannvirkjagerð hefst gjarnan með áætlanagerð, hönnun og fjármögnun, og heldur áfram þar til viðkomandi mannvirki er tilbúið til notkunar. Mannvirkjagerð getur líka falist í viðgerðum og viðhaldi, stækkun og breytingum á mannvirkjum sem fyrir eru, þar til þau eru rifin eða tekin úr umferð.

Meðal faggreina sem snúast um mannvirkjagerð almennt eru byggingarlist, byggingarverkfræði, iðnhönnun, skipulagsfræði og fleiri greinar. Flest stærri verkefni í mannvirkjagerð krefjast samhæfingar ólíkra iðngreina, með verkefnisstjórn og byggingareftirliti. Oft koma mörg sérhæfð fyrirtæki að mannvirkjagerð, eins og fyrirtæki í vöruflutningum, úrgangslosun, uppsetningu vinnuaðstöðu, jarðvinnu, steypu og malbikun, málmsmíði, lögnum, sérsmíði glugga, hurða og húsgagna, og svo framvegis; auk arkitektastofa og verkfræðistofa.

Nauðsynlegt er að skipuleggja stærri verkefni ítarlega svo að þau gangi vel. Hönnun, umhverfisáhrif, tímaáætlun, fjárhagsáætlun, öryggi, aðföng byggingarefna, vörustjórnun og lögmæti eru allt mikilvægir þættir í mannvirkjagerð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.